top of page
Close Up Owl

Velkomin

Hæ hæ velkomin á vefsíðuna mína, í þessari kynningu er ég að kynna 2 verkefni frá haustönninni og tvö frá vorönninni.

Hvað er Ugla

Ugla eru tímar sem samanstanda af fjórum greinum. Þær eru samfélagsfræði, upplýsinga- og tækniment, íslenska og Enska. Í Uglu er okkur oftast skipt niður í þrjá hópa þar sem að við vinnum alls konar verkefni. Í öllum uglum þegar að kennarar eru að kynna verkefni er okkur alltaf sýnt hæfni- og árangursviðmið. Þetta er gert til þess að við sem nemendum vitum hvað er ætlast til af okkur. Í enda allra verkefna er okkur gefið jafningjamat og eða sjálfsmat, vegna þess að ef að þú ert í hóp og engin er að gera neitt nema þú þá getur þú nefnt það í jafningarmatinu. 

received_947531533319916.jpeg

Um Mig 

Ég heiti Ísabella Sif Ólafsdóttir og er í 10. bekk í Víkurskóla. Ég æfi frjálsar í Fjölni og er búin að vera að æfa í ár. Ég fékk vinnu sem þjálfari í frjálsum þar sem að á mánudögum þjálfa ég 1,2, 4 og 5 bekk. ​Ég elska að eiða tímanum mínum með vinum og fjölskyldu. Mér finnst líka voðalega gaman að lesa bækur og þegar ég var ingri eldkaði ég líka spila á hlóðfæri. 

Hvað hef ég lært frá því að ég var í áttunda bekk?

Ég hef lært að vera skipulagðari í náminu og hef lært plana hvernig ég ætla að vinna verkefnin mín. Þetta hefur hjálpað mér í mínu daglegu lífi. Auk þess hef ég lært að vinna betur í hóp og get rökrætt mikilvæg hugtök. 

Víkurskóli hefur hjálpað mér að verða sjálfstæð og hefur hjálpað mér að fara út fyrir þægindarammann með því að leyfa mér að vera meira opin. Erasmus hefur hjálpað mér að opna mig fyrir öðrum vegna þess að ég er að kynnast krökkum frá öðrum löndum. Erasmus er val þar sem við vinnum verkefni með nokkrum löndum í Evrópu, við fáum að kynnast þeirra menningu of hefðum. Með því að taka þátt í Erasmus varð ég meira opin og lærði að eignast nýja og góða vini. Ég var svo heppin að hafa farið út tvisvar vegna þess að ég fékk að hitta vini mína sem að ég hafði eignast í fyrri ferðinni minni.

Víkurskóli hefur undirbúið mig fyrir næstu skref lífs míns með því að fara með okkur í kynningu um skólana og kennt okkur vel um þá, Síðan fórum við í uglu þar sem við gerðum 2 verkefni til að opna valmöguleika fyrir okkur. Í einu af þessum verkefnum tókum við áhugasviðs-könnun sem að gaf okkur smá hugmynd um hvaða vinnur voru hægt að vinna við. Í verkefni nr. 2 áttum við að draga starf úr poka og áttum að setja upp upplýsinga plakat fyrir það starf. Þessi tvö verkefni hjálpuðu okkur að fá hugmyndir um framtíðar lærdóm og störf.

Ég hef undirbúið mig eins vel og ég get fyrir næstu skref lífs míns. Ég hef verið að fara á opin hús í framhaldsskólum og fundið upplýsingar á netinu og í gegn um annað fólk um skólana. 

Það eru nokkrir kennarar sem hafa gefið mér innblástur með því að sýna mér að lífið er alltaf ekki lét, heldur er mikið sem fer úrskeiðis en það er bara hvernig þú tekst á við vandamálið sem að skiptir máli .

Ég mun örugglega sakna þess hvernig allt er sett upp. Þú veist í uglum er okkur sagt hvers er ætlast af okkur þegar við erum að vinna verkefni. Ég mun líka sakna kokksins tedda.

​

IMG-20180407-WA0004.jpg
bottom of page