Gatan Greið
Gatan greið var eitt af verkefnunum sem að við unnum í eftir áramót. Í þessu verkefni var okkur gefið tækifæri til að bæta einkunnina okkar í ensku, íslensku og samfélagsfræði. Við gátum valið um fjögur hæfniviðmið hjá Fionu og fjögur önnur hæfniviðmið hjá Kristínu. Samtals voru þetta átta hæfniviðmið sem við máttum reyna að bæta okkur í. Eftir að hafa valið hvaða hæfniviðmið þú vildir laga gast þú annað hvort nýtt þér gamla verkefnið þitt eða búa þér til algjörlega nýtt verkefni. Þegar að þú hafðir klárað verkefnið var ætlast til þess að þú myndir fylla út afrit af slides. Á slides átti að koma fram hvaða hæfniviðmið þú valdir o.s.f., í enda verkefnis áttum við að fylla út sjálfsmatið.
Ferlið
Í ferlinu mínu byrjaði ég á því að finna hæfniviðmið sem að mér langaði að laga. Ég endaði á því að taka í heild tvö hæfniviðmið í Ensku og eitt í Samfélagsfræði hjá Fíónu, síðan hjá Kristínu tók ég fjögur ný hæfniviðmið í Íslensku. Þar næst fór ég og spjallaði við báða kennarana bara á sitthvoru tímabili og fékk innblástur frá þeim um hvernig ég gæti sett verkefnið upp. Kenararnir komu upp með góðar hugmyndir sem að ég endaði á því að nota fyrir verkefnið. Eftir endurgjöfina á hugmyndum um verkefnin byrjaði ég að vinna að verkefnunum. Ég skrifaði samantekt um frétt sem að ég fann á netinu, heila ritgerð um ,,The connection between Edda and #MeToo movement", sýðan fann ég orð sem að tengdist viðfangsefninu og útskýrði þau inn á slides template. þetta var eitt verkefni sem að var með fyrstu þrjú hæfniviðmiðin. Ég fyllti út afritið sem að kennararnir mínir höfðu búið til handa okkur og skilaði verkefninu og afritinu inn í skilar hólfið á classroom
Af hverju valdi ég þetta verkefni?
Gatan greið er rosalega gott verkefni sem að við unnum núna eftir áramót. Ég elska að það er verið að gefa nemendum tækifæri til að laga einkunnirnar sínar áður en að við fáum lokaeinkunn. Vegna þess að það gæti kannski verið að einhver hafi gleymt að skila inn góðu verkefni og fékk síðan D fyrir það. En út af þessari uglu áttum við tækifæri til þess að bæta okkur og ég er að fíla það í botn.