top of page

Born A Crime 

Born a Crime var Ugla hjá Fionu þar sem að við lásum bókina Born a Crime. Við svöruðum síðan spurningum inn á slides. Eftir að hafa lesið alla bókina og svara öllum spurningum þá áttum við að gera nokkur lítil auka verkefni, þau voru að setja u.þ.b 19 orð í slides template og útskýra orðið t.d hvað orðið var á íslensku, hvernig maður notar það í setningu, hvað þýddi orðið o.s.f. Eftir að hafa klárað allt það var komið að munnlega prófinu um kaflana í bókinni. Þegar munnlega prófið var búið þá var eitt verkefni eftir. Okkur var skipt niður í hópa af 5-7 nemendum og saman horfðum við á myndina ,,Just Mercy “. Hóparnir svöruðu svo spurningum sem snérust um myndina.

Ferlið mitt

​

Ferlið byrjaði á því að hlusta á bókina. Ég glósaði eins mikið og ég gat um bókina á meðan við lásum hana. Ég notaði glósurnar mikið þegar að við vorum að gera okkur tilbúna fyrir munnlega prófið. Þegar að við vorum búin að hlusta á bókina kláraði ég að svara öllum spurningunum í slides. Ég kláraði líka að finna upplýsingar um þessi 19 orð t.d. hvað orðið var á íslensku, hvernig á að nota það í setningu, hvað það þýðir og mynd sem að tengist orðinu.

Þar eftir gerði ég mig tilbúna fyrir munnlega prófið, eins og ég sagði notaði ég glósurnar mínar mikið til þess að æfa mig fyrir prófið.

 Þegar að munnlega prófinu var lokið gerðum við okkur tilbúin til þess að horfa á myndina með því að gera nýtt glósublað inn á docs. Við kláruðum að horfa á myndina byrjuðum við að vinna í hópnum okkar. Ég gat notað glósurnar mínar úr myndinni til að svara spurningunum.

Af hverju valdi ég þetta verkefni? 

Born a Crime er voðalega spennandi bók um Trevor Noah sem er líka höfundur bókarinnar. Ég gat tengt mig smá við hann og hans líf og mér fannst hún vera fyndinn. Mér fannst þetta verkefni ekki vera það stressandi, þess vegna gerði ég mitt besta í því. Ég skemmti mér svaka vel í þessari Uglu. Mér fannst það mjög áhugavert að læra um líf annara og heyra um það hvernig aðrir í heiminum lifa sínu daglega lífi. 

bottom of page