top of page

Orð hafa mátt

Í Uglunni Orð hafa mátt vorum við að læra að standa upp fyrir okkur sjálfum. Þar vorum við að vinna í að geta staðið fyrir framan hóp af fólki og kynt eða sagt það sem að við viljum segja. Þessi ugla hefur hjálpað mér mjög mikið og núna er ég ekki eins stressuð við að standa fyrir framan hópa af fólki og kynna verkefnin mín.

Fyrsta verkefnið í orð hafa mátt var að para tvo og tvo saman og gefið þeim orðin sem að við höðum lært frá fyrri uglunni "facing the facts" og útskýra orðin betur.  eftir það var verkefni ,,skapandi sjálfsmynd" þar sem að við skrifuðum stuttan texta um okkur sjálf í þriðju persónu, við áttum að smygla tveim- þrem lygum inn í söguna og eftir það myndi einhver annar í hópnum lesa söguna þína upphátt fyrir framan alla og allir myndu reyna að giska hver lýgin var. Næsta verkefnið ,,Þú eftir 20 ár" var að skrifa eina mínútna kynningu um okkur eftir tuttugu ár og kynna hana fyrir framan alla  á púltinu.

Eftirfarandi verkefnið var smá auka verkefni sem að hét ,,lýsing á þér í 20 orðum" við áttum að lýsa okkur sjálfum í tuttugu orðum. Í lokin áttum við að gera slides eða canva kynningu þar sem að við sögðum frá því sem að við viljum gera í framtíðinni og hvernig ég stend mig sem fjölskyldu meðlimur og vinur.  

Ferlið 

Ferlið hjá mér byrjaði á því að vinna með vinnu félaga mínum í orðar verkefninu. Við þurfum að nota Íslenskar orðabækur fyrir þetta verkefni vegna þess að netið var ekki að virka en í endan reddaðist þetta og við kláruðum verkefnið á góðum nótum. Þegar að við vorum búin með verkefnið fórum við bara strax í næsta. Í ,,Skapandi sjálfsmynd”  byrjaði ég á því að finna þrjú lygi sem að ég gæti notað og eftir að hafa komið upp með þrjár sem að mér fannst vera góðar byrjaði ég bara að búa til söguna. Þegar að ég var búin að skrifa söguna gat ég ekki annað gert en að bíða þangað til að það var komið að mér til þess að lesa fyrir einhvern annan og að einhver lesi fyrir mig. Þegar komið var að þriðja verkefninu vorum við öll orðin miklu betri í að standa upp án þess að hyka og talað fyrir framan aðra og þess vegna var skemmtilegt að vinna verkefnið ,,Þú eftir 20 ár". Verkefnið leyfði þér að hugsa út fyrir boxið og skemmta þér soldið. Í lok verkefnisins gerði ég slides og canva, fyrst var slides og þar gerði ég litla kynningu um mig sem fjölskyldumeðlim, vin og ég sem námsmaður. Í lok verkefnisins gerði Ég canva kynningu, ég fann sniðmát og byrjaði á því að setja inn ,,Þú eftir 20 ár” söguna mína og svo fyrir neðan ,,Lýstu þér í 20 orðum”. Ég skreytti smá meira með myndum og blómum og skilaði öllu inn.   

Af hverju valdi ég þetta verkefni? 

Ég valdi orð hafa mátt vegna þess að þessi ugla hefur hjálpað mér svo mikið að verða minna stressuð fyrir framan aðra, ég hef lært voðalega mikilvæga hluti í þessari uglu sem að ég vona að hverfa aldrei. Ég er voðalega stolt af mér fyrir að hafa klárað ugluna og haft gaman í henni, ég skal vera hreinskilin og segja að í byrjun uglunar hélt ég að uglan myndi vera erfið og leiðinleg en í endan varð uglan ein af uppáhalds uglum fyrir mér.

bottom of page